Andlit á glugga komin út
Andlit á glugga er safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum, sem við Romina Werth höfum annast útgáfu á. Bókin hefur að geyma sextíu sögur þar sem lýst er ástum og grimmum örlögum, heimsku og útsjónarsemi, hugrekki og hryllingi. Sögunum er fylgt úr hlaði með fróðlegum inngangi og milliköflum Rominu þar sem varpað er ljósi á munnlega geymd efnisins, alþjóðlegt samhengi þess og gildi þessara bókmennta í menningarsögulegu samhengi. Myndirnar í bókinni eru eftir Halldór Baldursson.