MA ritgerð Julie Summers

Jón Karl Helgason, 02/07/2021

Julie Rose Summers lauk MA prófi í þýðingafræðum nú í júnímánuði og leiðbeindi ég MA ritgerð hennar "A Brief Introduction to Sjón: A Case Study in Author-Translator Collaboration". Um er að ræða enska þýðingu, ásamt greinargerð, á annarri MA ritgerð sem ég leiðbeindi, "ÞJÓÐ(AR)SAGA SJÓNS: Pólitísk ummyndun á sameiginlegum minningum Íslendinga í sögulegum skáldverkum Sjóns" eftir Einar Kára Jóhannson, en til stendur að þýðingin komi út á næstunni. Í greinargerð með þýðingu sinni lýsir Julie samstarfi þeirra Einars Kára sem snerist um að laga íslenska textann að nýjum lesendahópi og breyta honum úr nemendaritgerð í handhæga inngangsbók um höfundarferil Sjóns.