Mythology and Nation Building komin út

Jón Karl Helgason, 02/07/2021

Mythology and Nation Building in the Nineteenth Century Europe. N.F.S. Grundtvig and His European Contemporaries er titill nýrrar bókar sem komin er út hjá Aarhus University Press. Ritstjórar eru Sophie Bønding, Lone Kølle Martinsen og Pierre-Brice Stahl. Meðal efnis í ritinu er grein mín "“Snorri’s Old Site is a Sheep Pen”: Remarks on Jónas Hallgrímsson Poem “Ísland” and Iceland’s Nation Building". Þar bendi ég á að kvæði Jónasar Hallgrímssonar "Ísland", sem birtist fremst í fyrsta hefti Fjölnis árið 1835, sé hluti af athyglisverðri hefð þjóðernislegra skrifa um Þingvelli sem rekja megi m.a. til breskra breskra ferðabóka frá öðrum áratug nítjándu aldar. Meðal annarra höfunda sem eiga greinar í bókinni eru Joep Leerssen, Thomas Mohnike, Katrine F. Baunvig, Heather O’Donoghue og Simon Halink.