Hundur í óskilum setur Njálu á svið

Jón Karl Helgason, 08/11/2021

Í vetur setur Borgarleikhúsið upp sýninguna Njála – á hundavaði þar sem þeir félagar í hljómsveitinni Hundur í óskilum, Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen fara höndum um þetta höfuðvígi íslenskrar bókmenntasögu, sjálfa Brennu-Njálssögu. Á námskeiði sem Endurmenntun HÍ stóð fyrir um mánaðarmótin október/nóvember fengu þátttakendur innsýn í Njálu og uppsetninguna á verkinu. Við Hjörleifur Hjartarson hittum hópinn eitt kvöld og ræddi ég þar um erlendar sviðsetningar Njáls sögu. Viku síðar sóttu nemendur  forsýningu í leikhúsinu og ræddu við aðstandendur sýningarinnar um æfingaferli, vinnuaðferðir og markmið.