Sögur af Ragnari í Smára
Miðvikudaginn 7. febrúar verða 120 ár liðinn frá fæðingu Einars Ragnars Jónssonar, sem er þó betur þekktur undir nafninu Ragnar í Smára. Hann var goðsögn í lifanda lífi; kraftmikill sveitastrákur úr Flóanum sem gerðist iðnrekandi, bókaútgefandi, málverkasafnari og lífið og sálin í íslensku tónlistarlífi um áratugaskeið. Af þessu tilefni efnum við Marteinn Sindri Jónsson til viðburðar í Hannesarholti undir yfirskriftinni Sögur af Ragnari í Smára. Formleg dagskrá hefst klukkan 17.00 í Hljóðbergi, sal Hannesarholts, en kaffihúsið á jarðhæðinni er opið á undan fyrir þá sem vilja koma fyrr og skála fyrir afmælisbarninu. ps. Viðtal við mig var flutt í Mannlega þættinum á Rás 1 á sjálfan afmælisdaginn og miðvikudaginn 1. maí var fluttur útvarpsþáttur okkar Marteins Sindra sem byggði á dagskránni í Hannesarholti. Þá birti ég einnig grein í tímaritið Vísbendingu um "viðskiptamódel Ragnars í Smára".