Leshringur um bókmenntir og lögfræði

Jón Karl Helgason, 01/01/2024

Í júní 2020 fékk ég styrk frá HÍ vegna stuðnings við samfélagsvirkni akademísks starfsfólks. Verkefnið, „Lög og bókmenntir“, miðaði að því að efla samræðu milli sviða lögfræði og bókmenntafræði um lög og bókmenntir, m.a. með námskeiðahaldi. Vegna COVID frestaðist upphaf verkefnis um rúmt ár en í millitíðinni hóf Ég samstarf við Hafstein Þór Hauksson, dósent við Lagadeild, um þetta verkefni og hafa allir viðburðir verið skipulagðir af okkur í sameiningu. Alls hafa verið skipulögð þrjú tengd námskeið, hið fyrsta með þátttöku starfsfólks Héraðsdóms Reykjavíkur, og síðari tvö með félögum í Lögfræðingafélagi Íslands, og tvær málstofur, sú fyrri á Hugvísindaþingi og sú síðari á Þjóðarspegli. Einnig hefur verkefnið tengst ferð Lögfræðingafélagsins á söguslóðir Sjöundármála, þátttöku Jóns Karls á öðru Hugvísindaþingi og umfjöllun í Lögmannablaðinu. Annáll starfsins er aðgengilegur hér á vefnum.