Fjarkönnun bókmenntasögunnar

Jón Karl Helgason, 18/12/2023

Í nýju hefti Skírnis birtum við Benedikt Hjartarson. Magnús Þór Þorbergsson og Steingrímur Páll Kárason grein sem ber titilinn "Fjarkönnun íslenskrar bókmenntasögu". Á síðari hluta liðins áratugar fengu Benedikt og Magnús Þór takmarkaðan aðgang að gagnagrunni Landskerfis bókasafna (LB) um útgefin íslensk rit til að vinna afmarkaða rannsókn á útgáfu bókmenntaþýðinga á íslensku á fullveldistímabilinu. Vorið 2022 fengum við Steingrímur almennari aðgang að þessum sömu gögnum í þeim tilgangi að miðla með myndrænum hætti vissum lykiltölum íslenskrar bókaútgáfu. Í þessari grein eru teknar saman helstu niðurstöður beggja rannsókna en jafnframt rætt um fáein áhugaverð framtíðarverkefni á þessu sviði.