Skáldskaparfræði Eiríks Laxdals

Jón Karl Helgason, 18/12/2023

Í nýútkominni Griplu birti ég fræðigrein um frásagnarfræðileg einkenni Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal. Greinin er skrifuð á ensku og ber titilinn "“Should she tell a story …” In Quest of Eiríkur Laxdal’s Poetics". Á það er bent að sagan eigi ýmislegt sameiginlegt með frásagnarbókmenntum fyrri alda og í því sambandi gerður samanburður á henni og hinni forngrísku Ódysseifskviðu, arabíska  sagnasafninu  Þúsund  og  einni  nótt  og  franska  miðaldatextanum  Leitin að  hinum  helga  gral.  Þegar  tekið  er  tillit  til  efniviðar,  uppbyggingar  og  jafnvel  persónusköpunar  Ólafssögu  má  líta  á  hana sem skilgetið afkvæmi aldalangrar bókmenntahefðar lagskiptra frásagna þar sem ekki er aðeins unnið úr munnlegri sagnahefð heldur er sú hefð beinlínis sett á svið.