Árdagar myndasögunnar

Jón Karl Helgason, 23/04/2024

"Gamanmynd í fjórum sýningum" er titill nýrrar greinar sem ég birti í vorhefti Andvara. Þar reyni ég að kortleggja landnám myndasögunnar á íslenskum vettvangi og legg höfuðáherslu fyrstu þrjá áratugi liðinnar aldar. Ég staðfesti með ýmsum misþekktum dæmum að Muggur og Tryggvi Magnússon eru brautryðjendur á þessu sviði en dreg líka fram tvær skopmyndir eftir Vestur-Íslendinga þar sem talblöðrur er nýttar. Eldri myndin, "Verkefni" eftir P.M. Clemens, birtist í Heimskringlu 1908 og yngri myndin, "Síðasta atriðið í síðasta þætti í "Beinadalnum" ..." eftir Charles Thorson, birtist í Heimkringlu 1909.