Hvers vegna skrifa Íslendingar svona margar glæpasögur?
Í byrjun febrúar var þýski bókmenntaþátturinn Literatur helgaður íslenskum glæpasögum og var ein af rannsóknarspurningum þáttarins "Hvers vegna skrifa Íslendingar svona margar glæpasögur?" Ég var meðal þeirra sem Marten Hahn ræddi við í þessu sambandi en af öðrum viðmælendum hans má nefna Ragnar Jónasson, Yrsu Sigurðardóttur og Lilju Sigurðardóttur. Skýringar okkar voru af ýmum og ólíkum toga. Hægt er að nálgast upptöku af þættinum, sem kallaður var "Eis, Feuer, Mord" á heimasíðu Deutschlandfunk.