Unuhús og Erlendur
Á þessu vori hef ég kenndi í Endurmenntun námskeið sem nefnist Unuhús: Miðstöð listalífs um miðbik 20. aldar. Námskeiðinu lauk formlega í lok apríl en eiginlegur lokapunktur þess er þó viðburður sem við Sunneva Kristín Sigurðardóttir stöndum að á Gljúfrasteini nú á laugardaginn, 4. maí kl. 16.00. Hann ber yfirskriftina "Ásur þrjár og Ingur tvær. Vinahópur Erlendar í Unuhúsi". Sunneva ræðir þar m.a. um vináttu Erlendar, Nínu Tryggvadóttur og Sólveigar Sandholt en ég mun m.a. fjalla um vináttu Erlendar við Stefán Bjarman og Benedikt Stefánsson.