Málþing um hulduhöfundinn Eiríkur Laxdal

Jón Karl Helgason, 13/08/2024

Óland kortlagt: Skáldskapur Eiríks Laxdals í íslensku og alþjóðlegu samhengi“ er yfirskrift athyglisverðrar ráðstefnu sem Árnastofnun og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands standa fyrir í Eddu, húsi íslenskunnar, dagana 30.-31. ágúst. Markmiðið er að vekja athygli á vanmetnu framlagi Eiríks til íslenskra bókmennta og bókmenntasögu. Þrátt fyrir að verk hans hafi verið til umræðu meðal fræðafólks frá því um miðja nítjándu öld kannast furðumargir hvorki við nafn Eiríks né skáldverkin sem hann lét eftir sig. Sjálfur hyggst ég gera samanburð á Sögu Ólafs Þórhallasonar, sem Eiríkur samdi í kringum aldamótin 1800 og fyrsta árgangi tímaritsins Ármann á Alþingi sem Baldvin Einarsson samdi að meira eða minna leyti og gaf út 1829. Í báðum tilvikum einkennist framsetning efnis af frásagnarrömmum sem er í senn ævafornt listbragð og póstmódernískt. Dagskrá ráðstefnunnar er á vef Árnastofnunnar.