North of the Sun: Critical Approaches to Sjón er titill á nýju greinasafni sem út er komið hjá Routledge í ritstjórn Úlfhildar Dagsdóttur, Lindu Badley og Gitte Mose. Þar fjalla fjórtan fræðikonur og fræðimenn um ólíkar hliðar á höfundarverki Sjóns en sjálfur slær hann botn í safnið með eftirmála. Grein mín í bókinni kallast "Sjón’s Nuclear Dystopia: Reflections on Stálnótt, Medúsa, and Johnny Triumph’s Musical Career" en þar vinn ég meðal annars úr viðtölum sem ég tók við meðlimi Medúsuhópsins á vegum Ríkisútvarpsins seint á síðustu öld.