Er hugtakið "íslensk menning" að daga uppi?

Jón Karl Helgason, 01/07/2016

netflix"Náttröllið: Hugleiðing um óljós landamæri menningarlífsins" er titill á grein sem ég birti nýverið á Hugrás: Vefriti Hugvísindasviðs. Það bendi ég meðal annars á að "stafræn tækni og veraldarvefurinn valda því að íslenskar menningarstofnanir eiga í vaxandi samkeppni við alþjóðlegar efnisveitur. Spotify, Amazon og YouTube eru orðnar veigamiklir bakjarlar (e.patrons) í burðarvirki íslenskrar nútímamenningar. Nú um stundir á Rás 1 í samkeppni við BBC World Service, Stöð 2 á í samkeppni við Netflix, Íslenska óperan á í samkeppni við beinar útsendingar í kvikmyndahúsum á uppfærslum Metropolitan-óperunnar í New York." Í framhaldi bið ég lesendur um að velta fyrir sér áhrifum þessara og annarra breytinga á íslenska menningu (eða öllu heldur skilgreiningar okkar á þessu rótgróna hugtaki).