Hver skóp Þingvelli sem sögulegt minnismerki?
"Hver skóp Þingvelli sem sögulegt minnismerki?" er titill greinar sem ég birti í nýju hefti Sögu, tímarits Sögufélags. Þar gagnrýni ég þá viðteknu skoðun að Jónas Hallgrímsson hafi lagt grunn að nútímahugmyndum Íslendinga um staðinn með ljóðum á borð við „Ísland“ og „Fjallið Skjaldbreiður“. Í grein í Skírni árið 2009 setti Sveinbjörn Rafnsson reyndar fram þá kenningu að Finnur Magnússon og Baldvin Einarsson hafi haft sín áhrif á þessi ljóð Jónasar en ég tel málið sé aðeins flóknara; skrif þeirra félaga eru að öllum líkindum bergmál skrifa breskra ferðamanna um Þingvelli frá öðrum áratug nítjándu aldar, einkum þó Sir Georges S. Mackenzie.