Fingraför Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar

Jón Karl Helgason, 14/11/2017

"Fingraför fornsagnahöfunda" er grein sem við Sigurður Ingibergur Björnsson og Steingrímur Páll Kárason birtum í nýjasta hefti Skírnis sem er nú á leið til áskrifenda. Þar er fjallað um leit manna að höfundum íslenskra fornsagna, og kynntar stílmælingar (e. stylometry) þeirra Sigurðar og Steingríms sem gefa vísbendingar um það hvort Snorri Sturluson sé, eins og margir telja, höfundur Egils sögu, og eins hvort Sturla Þórðarson, eins og  Matthías Johannessen og Einar Kárason hafa haldið fram, sé höfundur Njáls sögu. Niðurstöður þessara mælinga styrkja aðra kenninguna en veikja hina, og gefa þar að auki forvitnilegar vísbendingar um stílleg tengsl fleiri fornsagna. Þess má geta að stílmælingar á fornsögum verða til umfjöllunar í fréttaþættinum Kveik þriðjudagskvöldið 28. nóvember.