Samdrykkja um tröll, tilfinningar og endurritanir í Árnagarði

Jón Karl Helgason, 07/11/2017

Við Sif Ríkharðsdóttir og Sverrir og Ármann Jakobsdóttir efnum til samdrykkju í stofu 301 í Árnagarði föstudaginn 10. nóvember kl. 12.00-13.00. Tilefnið eru fimm nýleg fræðirit á ensku sem við höfum ýmist samið eða ritstýrt. Ármann mun kynna bók sína, The Troll Inside You: Paranormal Activity in  the Medieval North, sem út kom hjá Punctum síðastliðið sumar. Sif mun kynna bók sína Emotions in Old Norse Literature. Translations, Voices, Contexts sem út kom hjá Boydell & Brewer nú í október. Sverrir mun kynna tvö nýútkomin greinasöfn, annars vegar The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas sem hann ritstýrir ásamt Ármanni Jakobssyni og hins vegar Sturla Þórðarson: Skald, Chieftain and Lawman sem hann ritstýrir ásamt Jóni Viðari Sigurðssyni. Að síðustu mun ég kynna bók mína Echoes of Valhalla. The Afterlife of the Eddas and Sagas sem út kom hjá Reaktion Books í aprílmánuði. Fundarstjóri er Torfi H. Tulinius. Gestum er velkomið að hafa með sér nesti og nærast á meðan á samdrykkjunni stendur.