Þriðja bindi Smásagna heimsins
Smásögur heimsins er titill á fimm binda ritröð sem við Rúnar Helgi Vignisson og Kristín Guðrún Jónsdóttir höfum verið að ritstýra undanfarin ár. Þriðja bindið er nú nýkomið út en þar er að finna um 20 smásögur í nýjm íslenskum þýðendum eftir höfunda frá Asíu og Eyjaálfu. Við erum þegar farin að undirbúa næsta bindi, sem helgað verður Afríku. Í fyrra þegar við gáfum út smásögur Rómönsku Ameríku stóð Kristín Guðrún í brúnni en nú (líkt og þegar við gáfum út smásögur Norður Ameríku) hefur Rúnar Helgi dregið vagninn, enda búinn að heimasækja báðar heimsálfur oftar en einu sinni á undirbúningstímanum. Fjöldi frábærra þýðenda hefur lagt okkur lið, enda er lagt kapp á að sem flestar sögur séu þýddar úr frummálinu. Nú eru bara tvö bindi eftir: Afríka (sem við erum þegar byrjuð að undirbúa fyrir næsta ár) og Evrópa (sem kemur út 2020)