Þriðji ársfundur ISPS í Barcelona

Jón Karl Helgason, 11/10/2018

Dagana 25.-27. október er ég meðal fyrirlesara á þriðja ársfundi International Society for Polysystem Studies (ISPS) sem fram fer að þessu sinni í Barcelona á Spáni. Fyrsti fundurinn var haldinn í Reykholti í Borgarfirði árið 2016 og annar fundurinn í Levico Terme (Trento) á Ítalíu árið 2017. Markmiðið er að stefna saman fræðimönnum frá ólíkum löndum og úr ólíkum fræðigreinum sem sótt hafa innblástur fyrir rannsóknir sínar í skrif ísraelska fræðimannsins Itamars Even-Zohar um bókmenntir og menningu sem fjölþætt kerfi (polysystem). Aðalfyrirlesari í Barcelona er Elias J. Torres Feijó sem er prófessor við Universidade de Santiago de Compostela. Ég mun á ráðstefnunni kynna ásamt Maximilliano Bampi áform okkar um að skrifa saman almennt inngangsrit um fjölkerfafræði.