Hin hliðin á þjóðskáldinu

Jón Karl Helgason, 08/11/2018

Jónas Hallgrímsson: Hin hliðin er titill á málþingi sem Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar efnir til um heilsufar Jónasar Hallgrímssonar og "hina hliðina" á þjóðskáldinu. Þingið fer fram laugardaginn 17. nóvember í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu klukkan 10.00.-13.00. Fyrirlesarar, auk mín, eru Dagný Kristjánsdóttir, Óttar Guðmundsson, Torfi Tulinius og Páll Valsson. Ætlunin er að taka til umfjöllunar líf, ástamál, drykkju og dauðdaga Jónasar, sem og tíðaranda 19. aldar.  Mitt erindi hnitast um líkamsleifar skáldsins og tengsl þeirra við aðrar og alþjóðlegri beinaleifar. Nálgast má dagskrá þingsins á fésbókarsíðu FÁSL.