Lokabindi Smásagna heimsins

Jón Karl Helgason, 15/10/2020

Smásögur heimsins: Evrópa er komið út. Um er að ræða fimmta og síðasta bindi útgáfuraðar sem hóf göngu sína árið 2016. Við Rúnar Helgi Vignisson og Kristín Guðrún Jónsdóttir höfum ritstýrt öllum bindunum en frumkvæðið átti Rúnar Helgi um og eftir síðustu aldamót. Hann er enda aðalritstjóri verksins og hefur meðal annars ferðast víða um lönd í tengslum við útgáfuna, auk þess sem nemendur hans í ritlist hafa lagt verkefninu lið. Meðal höfunda sem eiga sögur í þessu lokabindi eru James Joyce, Virginia Wolf, Italo Calvino og Tove Jansson. Ég þýði tvær smásagnanna sem þarna birtast, þar á meðal sögu eftir Karen Blixen.