Rafræn útgáfa af Hetjunni og höfundinum

Jón Karl Helgason, 26/08/2019

Fyrir liðlega 20 árum sendi ég frá mér mína fyrstu fræðibók, Hetjuna og höfundinn, en hún fjallar um viðhorf íslensku þjóðarinnar til Íslendingasagna, einkum vaxandi áhuga fólks á Njáls sögu sem listaverki mikilhæfs en óþekkts höfundar. Bókin var gefin út undir merkjum Heimskringlu, háskólaforlagi Máls og menningar og hefur verið fáanleg í bókabúðum og á bókamörkuðum allar götur síðan. Nú er hins vegar svo komið að hún er uppseld hjá útgefanda og fékk ég því leyti til að gefa hana út rafrænt og dreifa henni ókeypis. Hún er aðgengileg á síðu minni hjá academia.edu, líkt og ýmis önnur fræðileg skrif mín. Í ritdómi um verkið sagði Ármann Jakobsson meðal annars: "Stundum hefur undirritaður í ritdómum hér í DV nefnt ákveðin rit „brautryðjendaverk" og með fullum rétti. Þó sækir að manni efi um frumleika annarra fræðirita hjá þessu þvi að efnistök Jóns Karls eru fádæma nýstárleg og frumleg."