Egil, the Viking Poet komin út

Jón Karl Helgason, 21/01/2016

egla2Egil, the Viking Poet: New Approaches to Egils Saga er titill á greinasafni sem við Torfi H. Tulinius, Laurence de Looze og Russell Poole erum ritstjórar að. Bókin, sem hefur að geyma fjölbreyttar fræðigreinar um Egils sögu eftir íslenska og erlenda fræðimenn, kom út hjá University of Toronto Press í Kanada undir lok síðasta árs.  Hægt er að glugga í bókina á vef Google Books en hún er líka fáanleg á Amazon og í Bóksölu stúdenta. Framlag mitt í bókina er greinin "Bloody Runes: The Transgressive Poetics of Egils saga" sem byggir á grein sem birtist upphaflega á íslensku undir titilinum "Rjóðum spjöll í dreyra".