Málstofa um stílmælingar á Hugvísindaþingi

Jón Karl Helgason, 08/09/2020

"Fingraför fornra höfunda" er yfirskrift málstofu sem ég tek þátt í á Hugvísindaþingi sem verður sent út með rafrænum hætti daganna 18. og 19. september næstkomandi (nákvæm tímasetning kemur síðar). Að málstofunni stendur rannsóknarhópur sem nýtt hefur sér stílmælingar og fleiri aðferðir til að varpa ljósi á margbrotinn höfundarskap fornsagna og rímna. Munu framsögumenn kynna nýjustu niðurstöður þeirra rannsókna. Fluttir verða þrír fyrirlestrar: Haukur Þorgeirsson talar um leit sína að höfundi Skíðarímu, Elín Bára Magnúsdóttir um leit sína að höfundi Grettis sögu og svo mun ég að síðustu flytja, fyrir hönd okkar Sigurðar Ingibergs Björnssonar og Steingríms Kárasonar, fyrirlestur um nýjustu stílmælingar þeirra tveggja á íslenskum fornsögum. Ber sá fyrirlestur titilinn "Er svarti kassinn úr Reykholti fundinn?"