Málstofa um nýtt rit um norræna textafræði

Jón Karl Helgason, 19/05/2022

Nýlega kom greinasafnið Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century út hjá hollenska forlaginu Brill í ritröð um menningarlega þjóðernisstefnu. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad ritstýrðu safninu og skrifa drjúgan hluta textans. Þriðjudaginn 17. maí tökum við Guðmundur og Hálfdánarson og Bragi Þorgrímur Ólafsson þátt í málstofu um bókina. Ég hef hugsað mér að setja verkið í samhengi við önnur rit í umræddri ritröð og hið merkilega starf sem Joep Leerssen hefur staðið fyrir á umliðnum árum undir merkjum SPIN. En ég mun einnig setja þessar rannsóknir í samband við strauma og stefnur meðal fræðimanna innan Reykjavíkur Akademíunnar. Þeir Gylfi og Clarence hafa lengi starfað innan vébanda hennar og axlað margháttaða ábyrgð á starfseminni.