Tengsl Svartfugls Gunnars við Vaðlaklerk Blichers

Jón Karl Helgason, 11/03/2022

"Svartfugl: Vannýtt kennsluefni í lögfræði" er titill málstofu sem við Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hafsteinn Þór Hafsteinsson stöndum að á Hugvísindaþingi 12. mars. Erindi Hafsteins, sem er dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, nefnist "Til þess eru allt of margir afskekktir bæir á óru landi Íslandi“ – Þankar um réttarríki á strjálbýlli eyju við ysta haf" og erindi Ingibjargar, sem er dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur ber titilinn "Þar sem er efi þar er von. Hugleiðingar um sekt og sönnunargögn í Svartfugli". Sjálfur mun ég leggja áherslu á líkindi Svartfugls og skáldsögunnar Vaðlaklerks eftir danska skáldið Blicher en verkið hefur með góðum árangri verið notað í kennslu í námskeiðum um bókmenntir og lög við Kaupmannahafnarháskóla. Málstofan er í stofu 202 í Odda og stendur frá kl. 13.00-14.30.