Doktorsrit um Ameríku í íslenskum bókmenntum

Jón Karl Helgason, 05/01/2022

Jodie Childers varði doktorsritgerð sína, "Transnational Political and Literary Encounters: The Idea of Ameríka in Icelandic Fiction, 1920–1990" við enskudeild The University of Massachusetts um miðjan desember síðastliðinn.Ritgerðin er unnin á sviði Ameríkufræða (American Studies) en athygli beinist einkum að margbrotnu sambandi Halldórs Laxness við Ameríku, allt frá því að honum var synjað um landgöngu þar í byrjun þriðja áratugar 20. aldar til þess að skáldsaga hans, Atómstöðin, vakti úlfúð meðal íslenskra og bandarískra ráðamanna á sjötta áratugnum. Í lokakafla ritgerðarinnar kannar Childers síðan ímynd Ameríku í skáldverkum eftir yngri skáld, þar á meðal Ástu Sigurðardóttur og Einar Kárason. Leiðbeinandi ritgerðarinnar var Ron Welburn en að auki sátum við Frank Hugus og Asha Nadkarni í doktorsnefndinni.