Fleiri fingraför fornsagnahöfunda

Jón Karl Helgason, 14/12/2021

"Stylometry and the Faded Fingerprints of Saga Authors" er titill greinar sem við Steingrímur Páll Kárason og Sigurður Ingibergur Björnsson birtum í nýútkomnu fræðiriti, In Search of the Culprit. Aspects of Medieval Authorship. Ritstjórar þess eru Rösli og Stefanie Gropper en útgefandi De Gruyter. Um er að ræða kynningu á aðferðarfræði svonefndra stílmælinga (e. stylometry) og er henni beitt á stórt safn íslenskra miðaldatexta. Greinin skarast við grein sem við birtum í Skírni árið 2017 en hér eru þó kynntar spánýjar niðurstöður sem byggjast á stærra textasafni og þróaðri aðferðum en áður. Greinin er í opnum aðgangi en einnig má nú nálgast niðurstöður yngri og eldri stílmælinga þeirra Steingríms og Sigurðar á vefslóðinni fingrafor.ullur.net. Stuttlega var fjallað um þessa rannsókn á Stöð 2 og vefmiðlinum Vísi.