Lagagreinar og bókmenntagreinar
"Hvers er sæmdin?" er titill málsþings sem Hagþenkir og Rithöfundasambandið standa fyrir í Þjóðminjasafni kl. 15.00 miðvikudaginn 5. október. Þar verður fjallað um höfundarétt og sæmdarrétt á sviði bókmenntasköpunar. Fyrirlesarar eru auk mín þau Sigríður Ingibjörg Gísladóttir lögmaður, Jón Ólafsson prófessor og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur. Erindi mitt nefnist "Lagagreinar og bókmenntagreinar" og beinist annars vegar að þeim ólíku væntingum sem lesendur gera til verka og höfunda innan ólíkra bókmenntagreina og hins vegar þeirri staðreynd að í höfundalögum er ekki gerður skýr greinarmunur á því sviði.