Brot úr höfundarverki

Jón Karl Helgason, 09/10/2022

Heildarritsafn verka Sjóns er komið út á vegum Forlagsins. Alls telur það níu bindi og fylgir hverju bindi eftirmáli, Meðal höfunda þeirra eru Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sverrir Norland, Ástráður Eysteinsson og Anne Carson.  "Brot úr höfundarverki" er titill eftirmála sem ég skrifa um fyrstu skáldsögu Sjóns, Stálnótt, en hún kom út árið 1987. Niðurlagsorðin eru svohljóðandi: "Skáldið hélt áfram að þróa þessa fagurfræði í seinni verkum sínum, þar með talið hinum marglaga þríleiks CoDex 1962 sem inniheldur skáldsögurnar Augu þín sáu mig (1994), Með titrandi tár (2001) og Ég er sofandi hurð (2016). Um leið brúar Stálnótt bilið milli forms ljóðabókarinnar og nóvellunnar og vísar að því leyti fram á veginn til hinna hnitmiðuðu frásagna Skugga-Baldurs (2003) og Mánasteins (2013). Þessi fyrsta skáldsaga Sjóns frá haustinu 1987 er því eitthvert brot af höfundarverkinu einsog það er í þann veginn að verða …"