Eftirlýst: Fyrsta íslenska myndasagan

Jón Karl Helgason, 08/05/2023

Í anddyri Landsbókasafns er nú sýning í tilefni af aldarafmæli Gísla J. Ástþórssonar, höfundar Siggu Viggu, en á fimmtudag kl. 16.00 opnar önnur og almennari sýning helguð íslenskum myndasögum. Ég mun segja fáein orð þar um fyrstu skopmyndirnar og myndasögurnar sem birtust á íslensku, bæði frumsamdar og þýddar, þar með talið merka skopmynd sem Páll Melsteð (Paul M.) Clemens gerði af Skúa Thoroddsen árið 1908. Einnig hyggst ég draga fram nokkrar myndasögur Tryggva Magnússonar teiknara en færa má rök fyrir því að "Ökuhraði bifreiða" sé elst þeirra en hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1925. Um er að ræða tvær tengdar myndir sem draga með skoplegum hætti fram muninn á ákvæðum lögreglusamþykktar um hámarkshraða farartækja og hinn lífshættulega veruleika hraðaksturs.