Gestkvæmt í Eddu, húsi íslenskra fræða

Jón Karl Helgason, 21/04/2023

Á sumardaginn fyrsta var opið húsi í Eddu, húsi íslenskra fræða, sem fengið hafði nafn sitt síðasta vetrardag. Frá klukkan 10 til 16 flæddi fjöldi gesta um hinar þrjár efri hæðir hússins en einnig var dagskrá með fyrirlestrum, skáldskap, tónlist og myndasögum í boði. Ég var meðal fjórtán fræðimanna Íslensku- og menningardeildar og Árnastofnunnar sem hélt örfyrirlestra milli klukkan 13 og 14 og rakti á fimm mínútum rannsóknarsamstarf mitt við Steingrím Kárason, Sigurð Ingiberg Björnsson, Benedikt Hjartarson og Magnús Þór Þorbergsson á sviði fjarkönnunar (e. distant reading) bókmenntasögunnar. Fyrirlesturinn nefndist "Er hægt að segja íslenska bókmenntasögu með línu- og súluritum?" Við Steingrímur, Benedikt og Magnús vinnum að grein um okkar rannsóknir en nánar er rætt um rannsóknir okkar Steingríms og Sigurðar á stílmælingum fornsagna hér.