Meistaraverkefni í þýðingafræði við Iowa-háskóla

Jón Karl Helgason, 12/04/2023

Valgerður Þóroddsdóttir varði meistararitgerð sína í þýðingafræðum við Iowa-háskólann 11. apríl en hún samanstóð af greinargerð og enskri þýðingu á skáldverkinu Við tilheyrum sama myrkrinu -- af vináttu Marilyn Monroe og Greta Garbo eftir Kristínu Ómarsdóttur. Valgerður hefur áður þýtt ljóð og prósaverk eftir Kristínu - ljóðaúrvalið Waitress in Fall og skáldsöguna Swanfolk (Svanafólkið). Sú fyrrnefnda kom út hjá forlagi Valgerðar, Partus Press og fékk afar góða dóma og merkar viðurkenningar. Sú síðarnefnda kom út hjá Penguin á liðnu ári.  Við Aron Aji og Inara Verzemnieks vorum í meistaraprófsnefnd Valgerðar og tók ég þátt í vörninni í gegnum fjarfundabúnað. Óskandi er að þessi nýja þýðing kom út á bók fyrr eða síðar.