Styrkur úr Áslaugarsjóði

Jón Karl Helgason, 30/03/2023

Við Daisy L. Neijmann fengum ásamt Silviu Cosimini styrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur nýlega til að vinna tvær námsbækur í íslensku fyrir ítalska nemendur. Áhersla er lögð á alla færniþætti tungumálanáms: skilning (lestur og hlustun), talmál og ritun. Viðfangsefni eru fjölbreytt og tengjast íslensku samfélagi og daglegu lífi. Gerð þessara námsbóka verður í samræmi við áherslur í annarsmálsfræðum, kennslufræði erlendra tungumála og evrópska sjálfsmatsrammann, sem gerir ráð fyrir auknu sjálfstæði nemandans, sjálfsnámi og notkun fjölbreyttra miðla við tungumálanám. Styrkurinn var afhentur í hátíðarsal Aðalbyggingar síðastliðinn miðvikudag.