Skáldskaparfræði Eiríks Laxdals

Jón Karl Helgason, 12/03/2023

Í framhaldi af fyrirlestri mínum á Hugvísindaþingi tek ég þátt í ráðstefnu í Zurich 23.til 24. mars um frásagnarbókmenntir átjándu aldar. Ráðstefnan er hluti af viðamiklu rannsóknarverkefni sem Lena Rohrbach og fleiri fræðimenn við háskóla í Zurich og Basel hafa staðið að undanfarin ár og beinist þar athyglin að þróun skáldsögunnar sem bókmenntagreinar á Norðurlöndum á viðkomandi tímabili. Ég hyggst fjalla um tengsl Ólafssögu við sígildar frásagnarbókmenntir fyrri alda, einkum Odysseifskviðu, Þúsund og eina nótt og Leitina að hinum helga gral. Sæki ég í þessari umfjöllun mjög til skrifa búlgarsk-franska fræðimannsins Tzvetans Todorov í verkinu The Poetics of Prose. Nefnist fyrirlesturinn "Saga Ólafs Þórhallasonar and the Literary Tradition" og er á dagskrá föstudaignn 24. mars kl. 11.30.