Er unnt að lesa Ólafssögu eins og leynilögreglusögu?

Jón Karl Helgason, 12/03/2023

Í annað sinn á sjö árum held ég fyrirlestur um Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands laugardaginn 11. mars. Árið 2016 ræddi ég um tengsl verksins við þjóðsöguna "Selmatseljan" en að þessu sinni hyggst ég skoða réttarhöld sem fara fram í sögunni. Þau eru dæmi um þá tilhneygingu höfundar að lýsa sömu viðburðum oftar en einu sinni og varpa stöðugt nýju ljósi á þá. Sagan er að þessu leyti lík hefðbundinni leynilögreglusögu. Fyrirlesturinn er hluti af málstofu um lög og rétt sem er á dagskrá kl. 15-16.30 í stofu 304 í Árnagarði. Ps. Í framhaldi af fyrirlestrinum var ég í viðtali við Gunnar Smára Egilsson á Rauða borðinu um þetta efni.