Fjarkönnun bókmenntasögunnar

Jón Karl Helgason, 25/11/2022

Fjarkönnun íslenskrar bókmenntasögu: Verkefni, innsýn og áskoranir“ er titill viðburðar þar sem við Benedikt Hjartarson,  Magnús Þór Þorbergsson og Steingrímur Páll Kárason kynnum niðurstöður rannsókna sem byggja á upplýsingum úr gagnagrunni Landskerfis íslenskra bókasafna. Hann verður haldinn á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar í stofu HT101 á Háskólatorgi 24. nóvember kl. 12-13. Við fjórmenningar erum að hætta okkur inn á rannsóknarsvið sem má kenna við fjarkönnun, fjarrýni eða fjarlestur (e. distant reading) en þar er unnið á skapandi hátt með stafrænar upplýsingar af vettvangi bókmenntanna. Markmiðið slíkra rannsókna er í og með að ögra hefðbundinni áherslu fræðimanna á túlkun einstakra texta og fáeina viðurkennda höfunda eða bókmenntagreinar og beina athyglinni þess í stað að almennari og óhlutbundnari þáttum bókmenntakerfisins.