Gleymska, minni og þjóðardýrlingar

Jón Karl Helgason, 09/11/2022

"Gleymska er náttúrulegt ferli, ódauðleiki er flókið menningarlegt gangvirki" er titill á viðtali sem Irena Samide tók við okkur Marijan Dović í tilefni af því að bókin Great Immortality, sem við ritstýrðum saman 2019, hlaut nýlega verðlaun hjá samtökum evrópskra samanburðarbókmenntafræðinga (ESCL Excellence Award for Collaborative Research). Viðtalið birtist upphaflega á slóvensku í tímaritinu Primerjalna književnost en hefur nú verið endurbirt í endurskoðaðri gerð á ensku í CompLit. Journal of European Literature, Arts and Society