Lykilgrein í þýðingafræðum

Jón Karl Helgason, 01/11/2022

"Staða þýddra bókmennta innan fjölkerfis bókmenntanna" eftir Itamar Even-Zohar er ein af áhrifamestu fræðigreinum sem birst hafa um þýðingar á liðnum áratugum. Hún var samin upphaflega 1978 og birt í nýrri útgáfu 1990 og er nú aðgengileg á íslensku í þýðingu minni í nýútkomnu hefti af Ritinu. Þýðingin er "utan þema" en þema Ritsins að þessu sinni eru rannsóknir á femínisma. Ásdís Helga Ólafsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Unnur Birna Karlsdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir og Helga Kress skrifa fjölbreyttar greinar um efnið. Ritstjórar Ritsins eru þær Guðrún og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.