Icelandic Online 5 opnað að nýju

Jón Karl Helgason, 28/06/2023

Icelandic On­line eru sex vefnám­skeið í ís­lensku fyr­ir full­orðna. Unnið hef­ur verið að því að gera nám­skeiðin aðgengi­leg fyr­ir snjall­tæki og er loka­hluti þeirra, Icelandic On­line 5, nú kom­inn í hið nýja um­hverfi. Í ný­upp­færðum hluta ís­lensku­nám­skeiðsins er höfuðáhersla lögð á flókn­ari orðaforða og menn­ing­ar­læsi. Við Olga Holownia og Daisy L. Neijmann og erum höfundar upprunalega efnisins en yfirfærsluna í nýja umhverfið önnuðust Úlfur Alexander Einarsson, Lovísa Helga Jónsdóttir og María-Carmela Raso, undir stjórn okkar Daisyar. Vinnan við yfirfærsluna var kostuð af Aldarafmælissjóði Háskóla Íslands.