Með Vínland á heilanum
From Iceland to the Americas. Vinland and historical imagination er titill á nýju greinasafni sem við Tim William Machan, prófessor við Notre Dame háskólann í Bandaríkjunum ritstýrum saman. Útgefandi er University of Manchester Press en bókin kemur þar út í ritröðinni Manchester Medieval Literature and Culture. Greinasafnið er ávöxtur af fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni þar sem markmiðið var að kanna viðtökur íslenskra fornbókmennta í Norður-Ameríku. Meðal greina í bókinni má nefna yfirlit Emily Lethbridge um skrif bandarískra ferðabókahöfunda um Ísland á 19. öld, greiningu Heather O'Donoghue á túlkun Neils Gaiman á norrænni goðafræði í skáldsögunni American Gods og grein Verenu Höfig um Vínland og rasíska öfgahópa í Bandaríkjunum. Tim Machan skrifar inngangskafla þar sem hann fjallar sögulega um fornnorrænt menningarminni í Norður- og Suður-Ameríku en aðrir höfundar eru auk okkar fimm eru Bergur Þorgeirsson, Kevin J. Harty, Amy C. Mulligan, Simon Halink, Angela Sorby, Seth Lerer, Matthew Scribner og Dustin Gerhard.