Icelandic Online 5 opnað að nýju
Icelandic Online eru sex vefnámskeið í íslensku fyrir fullorðna. Unnið hefur verið að því að gera námskeiðin aðgengileg fyrir snjalltæki og er lokahluti þeirra, Icelandic Online 5, nú kominn í hið nýja umhverfi. Í nýuppfærðum hluta íslenskunámskeiðsins er höfuðáhersla lögð á flóknari orðaforða og menningarlæsi. Við Olga Holownia og Daisy L. Neijmann og erum höfundar upprunalega efnisins en yfirfærsluna í nýja umhverfið önnuðust Úlfur Alexander Einarsson, Lovísa Helga Jónsdóttir og María-Carmela Raso, undir stjórn okkar Daisyar. Vinnan við yfirfærsluna var kostuð af Aldarafmælissjóði Háskóla Íslands.