Aristóteles: Rökfræði, þekkingarfræði og verufræði

Aristóteles er hinn stóri heimspekingurinn sem við dveljum við. Hann var nemandi Platons en stofnaði eigin skóla sem var um margt frábrugðinn Akademíu Platons. Í þessum fyrsta tíma kynnumst við manninum og verkum hans en einnig rökfræði (sem hann fann upp), þekkingarfræði og fyrstu kenningum í verufræði. Verufræði Aristótelesar  verður til umfjöllunar síðar í námskeiðinu (23. og 30. október).

Texti nr. 1 er þýðing á tveimur köflum um rökfræði, nr. 2 eru kaflar úr verki sem tengist þekkingarfræði og nr. 3 er úr fyrsta verki (ungdómsverki) Aristótelesar um verufræði. Nr. 4 er greining á þessu efni. Nr. 5 A er umfjöllun um hvernig Aristóteles blandar saman greiningu á setningum og verufræði.  Nr. 5 B-D eru pistlar um nokkra þætti í heimspeki Aristótelesar.

  1. Ugla: Aristóteles, Fyrri rökgreiningar I.1 og 4.
  2. Cohen/Curd/Reeve: 714-31 [= Aristóteles, Síðari rökgreiningar I.1-6, 10; II.8-10, 19].
  3. Cohen/Curd/Reeve: 694-700 [= Aristóteles, Kvíarnar 1-5]. Verkið hefur verið þýtt á íslensku (Akureyri, 1992).
  4. Shields: 117-124.
  5. Ítarefni:
    1. Ugla: Kenny: The de Interpretatione and the Categories.
    2. Adamson: Ævi og störf Aristótelesar.
    3. Adamson: Rökfræði Aristótelesar.
    4. Adamson: Þekkingarfræði Aristótelesar.