Frelsi viljans hjá Epíkúringum og Stóu

Frelsi viljans eða frelsi  til að velja og hafna er meðal hornsteina mennskunnar. Á þessu frelsi byggir siðfræðin og dyggðin. Nú halda bæði epíkúringar og stóuspekingar fram fullkomlega nauðugum heimi, vélgengum alveg í gegn. Hvar er pláss fyrir frelsi viljans og valsins í þessum heimi? Sumir fræðimenn hafa talið að Epíkúros hafi uppgötvað vandann um frelsi viljans og reynt að leysa hann. Aðrir sjá vandanum vel lýst í siðfræði Aristótelesar og enn aðrir líta svo á að enginn af þessum höfundum hafi skilið vandann við frelsi viljans í vélgengum heimi - ekki einu sinni stóumenn. Við skoðum nokkra lykilkafla í verkum Epíkúringa og stóumanna og reynum að komast til botns í spurningunni um frelsi viljans í heimspeki þeirra.

Textar nr. 1 og 2 eru mikilvægustu staðirnir í verkum epíkúringa og stóumanna sem koma inn á nauðhyggju og frelsi og nr. 3 er umfjöllun um frelsi viljans hjá stóumönnum. Nr. 4 A er yfirlitsgrein um frelsi viljans og 5 A er nýlegur veffyrirlestur um vandann um frelsi viljans í nauðugum efnisheimi.

  1. Inwood/Gerson: Epíkúros: 64-65 (texti I-28); 73-74 (texti I-34).
  2. Inwood/Gerson: Stóa: 179-190.
  3. Shields: 192-197.
  4. Ítarefni:
    1. Stanford: Connor: Free will.
  5.  Annað:
    1. Holton um frelsi viljans (OA háskólinn).