Kennsluáætlun og námsmat, haust 2017

Inngangur (1 vika)

 • 18.8. Tími ekki haldinn.
 • 23.8. Kynning
 • 25.8. „Dyggðir kvenna?“

Frumherjar heimspeki og vísinda (5 vikur)

 • 30.8. Efnishyggja: Míletingar og upphaf heimspeki og vísinda (Þales, Anaximandros og Anaximenes)
 • 1.9. Dulhyggja; þekkingin og efinn: Pýþagóras, Xenofanes og Herakleitos.
 • 6.9. Tímaritgerð 1 (fyrri tími)
 • 8.9. Tími fellur niður.
 • 13.9. Einhyggja: Parmenídes
 • 15.9. Fjölhyggja: Empedókles, Anaxagóras og Demókrítos
 • 20.9. Hippókrates: „Um sæðið“
 • 22.9. Hippókrates: „Um eðli barnsins“
 • 27.9. Tímaritgerð 2
 • 29.9. Örráðstefna 1: Frumherjar heimspeki og vísinda

Heródótos (9 vikur)

 • 4.10. Inngangur
 • 6.10 Bók I (1-5)
 • 11.10. Bók I (6-94): Saga Krösosar.
 • 13.10. Bók I (6-94): Saga Krösosar (frh.).
 • 18.10. Bók I (95-130): Kýros; þáttur Harpagusar.
 • 20.10. Hausthlé
 • 25.10. Bók I (130-216): Kýros (frh.); siðir Persa, Babýlóníumanna og Massageta.
 • 27.10. Bók I (130-216): Kýros (frh.); siðir Persa, Babýlóníumanna og Massageta.
 • 1.11. Haustferð
 • 3.11. Haustferð
 • 8.11. Bók II (1-34): Um Egyptaland; tilraun Psammetikosar; uppspretta Nílar.
 • 10.11. Tími fellur niður.
 • 15.11. Bók II (1-34): Um Egyptaland; tilraun Psammetikosar; uppspretta Nílar.
 • 17.11. Bók II (35-98): Siðir Egypta; um Herakles, uppruna grískrar goðafræði o.fl.
 • 22.11. Bók III (61-88): Valdataka Daríusar; stjórnlagaráð.
 • 24.11. Bók IV (1-82; 110-117): Skýþar; land og siðir; skjaldmeyjar (amasónur).
 • 29.11. Bók VI (102-140): Orrustan við Maraþon.
 • 1.12. Tími fellur niður. Skrifleg lýsing á ritgerð: Heródotos (1/2 til 1 blaðsíða). Skila í Innu.

Kökur (1 tími)

 • 6.12. Lokatími: Nemendur kynna ritgerðarefni.

Námsmat: Jólaprófseinkunn er samsett úr tímaritgerðum, þátttöku í örráðstefnu, lýsingu á ritgerð ásamt kynningu. Ástundun er hluti af námsmati.

Nánar um verkefnin:

 • Tímaritgerðir: Efni sett fyrir í aðdraganda tíma.
 • Örráðstefnur: Hver nemandi fær 10 mínútur til að kynna viðfangsefni sitt og svara einni til tveimur spurningum.