Hellenísk heimspeki og Epíkúros

Nú snúum við okkur að fjórða hluta námskeiðsins sem er heimspeki fornaldar eftir daga Aristótelesar. Við einbeitum okkur að þremur skólum í heimspeki, epíkúringum, stóuspeki og efahyggju. Með þessu fáum við yfirlit yfir allar helstu stefnur og skóla í fornaldarheimspeki. Fyrstan tökum við fyrir Epíkúros, sem stofnaði skóla - Garðinn svokallaða - þar sem hann og lærisveinar hans héldu til. Epíkúros hélt fram þróaðri eindahyggju.

Texti nr. 1 (úr gulu bókinni) eru þýðingar á nokkrum af helstu textum sem eru varðveittir eftir Epíkúros, m.a. á þremur bréfum sem hann skrifaði til að gefa yfirlit yfir kenningar sínar. Nr. 2 er greining á þessu efni sem og texti nr. 3 A. Nr. 3 B og C eru pistlar um hellenísku skólana og Epíkúros (ath. að það eru fleiri pistlar um Epíkúros hjá Adamson). Nr. 4 A og B eru nýlegar fréttir um epíkúringa - þó í nokkuð öðrum skilningi en átti við í fornöld.

 1. Inwood/Gerson: 3-40.
 2. Shields: 167-182.
 3. Ítarefni:
  1. Stanford: Konstan: Epicurus.
  2. Adamson: Hellenísku skólarnir.
  3. Adamson: Grundvallarlögmál Epíkúrosar.
 4. Annað:
  1. Frétt um epíkúrískt hverfi.
  2. Frétt um epíkúring í París.
  3. Epíkúros um hamingjuna (OA háskólinn).