Inngangur-Míletingar

Í fyrsta tíma verður gefið yfirlit yfir sögu og eðli fornaldarheimspeki og fjallað sérstaklega um fyrstu þrjá heimspekingana: Þales, Anaxímandros og Anaxímenes (svokallaða Míletinga). Við veltum upp spurningum um úr hverju heimspekin spratt, hvernig hún var stunduð og til hvers og hvort hún, þ.e. fornaldarheimspekin, skipti okkur máli í dag. Um Míletingana spyrjum við: Hvaða spurningum voru þeir að leita svara við? Um hvað fjölluðu kenningar þeirra? Í hverju voru þær frábrugðnar goðafræði?Hverjir voru helstu gallar þeirra?

Textar nr. 1 og 2 eru þýðingar á frumtextum. Íslenska þýðingin (nr. 2) er aðeins úr hluta lesefnisins. Nr. 3 bls. 1-6 er greining á kenningum Míletinga. Nr. 3 bls. ix-xii er inngangur að lestri fornaldarheimspeki. Nr. 4 A er grein um sögu heimspekinnar sem veltir upp spurningum um af hverju heimspekisaga skiptir máli. Nr. 4 B er inngangur að lestri fornaldarheimspeki. Nr. 4 C og D eru pistlar (podcast) um Míletinga (um 20 mínútur hvor um sig).

  1. Cohen/Curd/Reeves: 1-17.
  2. Ugla: Curd/Eyjólfur: Frumherjar grískrar heimspeki 49-64.
  3. Shields: ix-xii; 1-6.
  4. Ítarefni:
    1. Ugla: Svavar: Saga og samtíð heimspekinnar.
    2. Adamson: Þales.
    3. Adamson: Anaxímandros og Anaxímenes.