Zenon og Melissos; Empedókles; Demókrítos

Í þessum tíma kynnumst við heimspekingum sem komu í kjölfar Parmenídesar. Zenon setur fram nokkrar þversagnir sem eiga að sýna fram á að fjöldi og hreyfing sé ómöguleg og Melissos gengur síðan enn lengra en Parmenídes með einhyggju sinni. Empedókles og Demókrítos bregðast  hvor á sinn hátt við kenningu Parmenídesar með  eigin kenningum um grundvöll og eðli raunveruleikans, Empedókles með kenningunni um frumefnin fjögur og kraftana tvo sem virka á þau og Demókrítos með kenningu um ódeili. Hann setur jafnframt fram mjög ögrandi hugmyndir um eðli og möguleika þekkingar.

Textar nr. 1 og 2 eru þýðingar á frumtextum. Íslenska þýðingin (nr. 2) er aðeins úr hluta lesefnisins. Nr. 3 bls. 18-25 er greining á kenningum Demókrítosar og nr. 4 er umfjöllun um Empedókles.  Nr. 5 A-C eru pistlar (podcasts) um þá Zenon, Melissos, Atomistana (Levkippos og Demókrítos) og Empedókles (um 20 mínútur hver).

 1. Cohen/Curd/Reeve: 47-74; 80-96.
 2. Ugla: Curd/Eyjólfur: Frumherjar grískrar heimspeki 73-75; 76-77.
 3. Shields: 18-25.
 4. Stanford: Parry Empedocles.
 5. Ítarefni:
  1. Adamson: Zenon og Melissos.
  2. Adamson: Atomistarnir.
  3. Adamson: Empedókles.