Þekkingarfræði - Námsmat

Námsmat byggist á vikulegum lestrardagbókum, ritgerð og lokaprófi. ATH: Nemendur verða að ljúka öllum hlutum námsmatsins til að standast námskeiðið.

Próf (30%): Lokapróf samkvæmt próftöflu í desember. Prófið samanstendur af nokkrum ritgerðaspurningum. Nemendur fá spurningar til undirbúnings nökkrum dögum fyrir próf og verða prófspurningarnar meðal þeirra.

Dagbækur (30%): Í hverri viku skila nemendur dabókarfærslu um lesefni vikunnar, samtals 12 dagbókarfærslum. Dagbækurnar eiga að fjalla um lesefni hverrar viku og er mikilvægt að fjalla um allt lesefni vikunnar í færslunum (í seinni hluta er nóg að fjalla um lesefni annars tíma hverrar viku). Kennari fer yfir dagbókarfærslur og gefur stutta umsögn nokkrum sinnum á önninni.

Ritgerð (40%): Nemendur skrifa ritgerð um efni í þekkingarfræði að eigin vali. Ritgerðin skal vera 3000 til 4000 orð (nánari leiðbeiningar um frágang þegar nær dregur). Nemendur velja ritgerðarefni í samráði við kennara. Heildardrögum að ritgerð skal skila í byrjun nóvember og fara drögin í „jafningjamat“ annarra nemenda í námskeiðinu. Sérhver nemandi á að lesa og leggja mat á ritgerð annars nemanda og skila faglegu mati sínu á þar til gerðu formi. Lokagerð af ritgerð á að skila í lok nóvember og skal taka tillit til jafningjamats í endanlegri útgáfu. Sjá nánar um tímasetninger í námsáætlun. Kennari fer yfir jafningjamat og ritgerð og gefur einkunn fyrir. Jafningjamatið gildir 10% af lokaeinkunn og ritgerðin 30%.