Sófistar og Sókrates

Í lokatíma fyrsta hluta námskeiðsins snúum við okkur að sófistunum. Þeir eru þekktir fyrir áherslu sína á mælskulist en þróuðu jafnframt kenningar um ýmis heimspekileg efni. Platon tók þá oftar en einu sinni til umfjöllunar og gagnrýndi harðlega þar sem hann taldi þá hættulega. Hann dró upp mynd af Sókratesi sem andstæðingi sófistanna en margir samtímamenn Sókratesar virðast hafa séð hann sem einn af sófistunum (t.d. gamanleikjaskáldið Aristófanes sem skrifaði verkið Skýin um hann).

Texti nr. 1 er þýðing á ýmsum textum sófistanna, nr. 2 er umjöllun um þá. Nr. 3 er grein þar sem fjallað er um sófistana og Sókrates í samhengi og nr. 4 er kafli úr Gorgíasi eftir Platon þar sem sófistinn Kallíkles heldur fram mjög róttækum kenningum um réttlætið sem Sókrates svo gagnrýnir. Nr. 5 A, B og C eru pistlar um sófistana, Sókrates og Gorgías Platons.

 1. Cohen/Curd/Reeve: 104-118.
 2. Shields: 25-31.
 3. Ugla: Broadie 73-88.
 4. Ugla: Platon: Gorgías 481b-486d (gagnrýni Kallíklesar; svar Sókratesar: 486d-508c). Samræðan hefur verið þýdd á íslensku (Reykjavík, 1977).
 5. Ítarefni:
  1. Adamson: Sófistarnir.
  2. Adamson: Sókrates án Platons.
  3. Adamson: Um Gorgías eftir Platon.